Byrjendalæsi

Ritstjórar: Grétar L. Marinósson, Rúnar Sigþórsson

Verknúmer: U201724

ISBN: 978-9935-23-161-1

5.900 kr.
lagerstaða: Til á lager

  • Útgáfuform

Upplýsingar

Byrjendalæsi er aðferð sem tekin hefur verið upp við eflingu læsis í fyrsta og öðrum bekk margra íslenskra grunnskóla í samstarfi við miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Í Byrjendalæsi er þekkingu á læsi og læsiskennslu og fjölbreyttum aðferðum við skapandi læsisnám fléttað saman við starfsþróun og leiðsögn kennara. Markmiðið er að efla hæfni þeirra til læsiskennslu þar sem tekið er mið af margbreytilegum þörfum nemenda. Í þessari bók greina ellefu fræðimenn frá niðurstöðum umfangsmikillar rannsóknar á Byrjendalæsi. Fjallað er um nám og kennsku undir merkjum aðferðarinnar, þróunarstarf sem miðar að innleiðingu hennar í skóla og samstarf kennara og foreldra. Í bókinni er leitast er við að sameina fræðileg og hagnýt sjónarmið til að gefa innsýn í fræðilegar forsendur Byrjendalæsis, kynna niðurstöður rannsóknarinnar og veita leiðsögn um stefnumótun og aðgerðir til að efla læsismenntun. Bókin á erindi við fróðleiksfúsa lesendur sem láta sér annt um læsismenntun barna og þróunarstarf í skólum í nútíð og framtíð: kennara og stjórnendur skóla, stjórnmálmenn, starfsfólk skólaskrifstofa, nemendur í grunn- og framhaldsnámi í menntavísindum og foreldra.

  • Blaðsíðufjöldi: 472
  • Útgáfuár: 2018
  • Fag: Menntavísindi

Oops!

Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.

OK