Ég lifi lífi sem líkist ykkar

Þýðandi: Steinar Matthíasson

Verknúmer: U202108

ISBN: 978-9935-23-257-1

4.900 kr.
lagerstaða: Til á lager

  • Útgáfuform

Upplýsingar

Öðru hverju hitti ég fólk sem þekkti mig sem barn en bjóst ekki við að hitta mig sem fullorðinn mann. Af almennri kurteisi leynir það yfirleitt furðu sinni yfir því að sjá mig á lífi. Um stund ríkir þá þögn áður en samtalið hefst og fólk getur sagt það upphátt sem það hugsaði fyrst þegar það sá mig: Ert þú enn á lífi? Höfundur þessarar bókar hefur notað hjólastól frá barnæsku vegna vöðvarýrnunarsjúkdóms. Í bókinni lýsir hann lífi sínu og hugleiðir ýmsar áskoranir sem hann hefur mætt, bæði hversdagslegar og þungvægar. Hann greinir frá uppvextinum, baráttu sinni við kerfið, vonbrigðum og árangri, biturleika en einnig gleði. Jan Grue (f. 1981) er doktor í málvísindum og prófessor og rithöfundur í Osló. Hann hefur skrifað smásögur og skáldsögur auk fræðilegra greina. Ég lifi lífi sem líkist ykkar kom fyrst út 2018. Bókin fékk afar lofsamlega dóma, hlaut norsku gagnrýnendaverðlaunin og var síðan tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019. Hún hefur síðan verið þýdd á önnur tungumál.

  • Blaðsíðufjöldi: 164
  • Útgáfuár: 2021
  • Fag: Fötlunarfræði

Oops!

Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.

OK