Fléttur V – #MeToo

Ritstjórar: Kristín I. Pálsdóttir, Þorgerður H. Þorvaldsdóttir, Elín Björk Jóhannsdóttir

Verknúmer: U202016

ISBN: 978-9935-23-247-2

5.900 kr.
lagerstaða: Til á lager

  • Útgáfuform

Upplýsingar

Fimmta hefti ritraðar RIKK er tileinkað #MeToo og baráttu kvenna gegn áreitni og ofbeldi. Í bókinni nálgast höfundar efnið frá fjölbreytilegu sjónarhorni. #MeToo er sett í sögulegt samhengi innan kvennahreyfingarinnar. Fjallað er um hvernig ótti kvenna við kynferðisofbeldi birtist í íslenskum bókmenntum. Frásagnir kvenna sem störfuðu sem ráðskonur á síðari hluta 20. aldar af kynbundnu ofbeldi eru teknar til skoðunar. Sjónum er beint að því viðhorfi sem konur mæta í heilbrigðis­ kerfinu og fjallað um áhrif kynferðisofbeldis á heilsu þeirra. Auk þess er vikið að hugmyndum ungra karlmanna um kynheilbrigði og #MeToo. Rýnt er í sálrænar afleiðingar margþættrar mismununar í garð fatlaðra kvenna og það kerfislæga misrétti sem #MeToo­ - sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi afhjúpa. Spurt er hvort #MeToo - ­hreyfingin bjóði upp á möguleika á breyttum mannskilningi og lausn undan hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar og rýnt er í mótstöðuna gegn #MeToo. Fléttur er ritröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands. Fléttum er ætlað að kynna niður­stöður jafnréttisrannsókna og koma á framfæri fræðilegum greinum um kvenna­ og kynjafræði, femínisma og jafnréttismál í víðum skilningi.

  • Fag: Kynjafræði
  • Blaðsíðufjöldi: 272
  • Útgáfuár: 2020

Oops!

Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.

OK