Fornar Skálholtsskræður – Úr sögu nokkurra skinnhandrita frá Skálholti

Höfundur: Sveinbjörn Rafnsson

Verknúmer: U202419

ISBN: 978-9935-23-341-7

5.900 kr.
lagerstaða: Til á lager

  • Útgáfuform

Upplýsingar

Fornar Skálholtsskræður er um sögu þriggja skinnhandrita, sem voru í Skálholti en eru nú í Árnasafni. Fyrst er fjallað um og gefnar út leifar af minnisbók sem Skálholtsbiskupar hafa haft meðferðis í vísitasíuferðum sínum um landið á síðari hluta 15. aldar og í upphafi hinnar 16. Næst er fjallað um handrit, sem virðist vera gömul námsbók úr prestaskóla Skálholts, þar er þýðing á íslensku úr klassískum kanónískum rétti, sem hér er gefin út. Aftast í handritinu eru ómetanlegar og einstakar heimildir til íslenskrar og norskrar sögu á 12. öld. Að lokum er fjallað um eitt merkasta lagahandrit íslenskt frá miðöldum, „Skálholtsbók hina eldri og betri“, efni hennar og uppruna.

 

Sveinbjörn Rafnsson er prófessor emeritus í sagnfræði við Háskóla Íslands. Eftir hann liggja fjölmargar greinar og bækur, m.a. Sögugerð Landnámabókar. Um íslenska sagnaritun á 12. og 13. öld (2001), Ólafs sögur Tryggvasonar. Um gerðir þeirra, heimildir og höfunda (2005), Af fornum lögum og sögum. Fjórar ritgerðir um forníslenska sögu (2011) og Um Snorra Eddu og Munkagaman. Drög til menningarsögu íslenskra miðalda (2016).

 

Ritsafn Sagnfræðistofnunar 45

  • Fag: Sagnfræði
  • Blaðsíðufjöldi: 182
  • Útgáfuár: 2024

Oops!

Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.

OK