Góssið hans Árna
Ritstjóri:
This product is not available in the selected currency.
Til á lager
Forpöntun
Uppselt
Upplýsingar
Árið 2009 var handritasafn Árna Magnússonar, sem varðveitt er sameiginlega í Reykjavík og Kaupmannahöfn, tekið upp á varðveisluskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO – minni heimsins. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum efndi af því tilefni til þeirrar fyrirlestraraðar um handritin sem hér kemur út á bók.
Hvert handrit sem fjallað er um er eins og eitt minningarbrot jarðarkringlunnar og í litrófi minninganna er ógrynni til af textum, tónlist og myndefni frá liðnum öldum. Handritin eru frá mismunandi tímum í sögu Íslands og veita margvíslega innsýn í líf og hugðarefni íslendinga fyrr á öldum. Í þeim má finna eftirminnilegar sögur um ævi og örlög Grettis Ásmundarsonar, Gunnars á Hlíðarenda og fleiri hetja, frásagnir af dýrlingum, dýrt kveðin helgikvæði, þulur, sálma og tvísöngslög, lagasöfn, dóma og myndskreytta norræna goðafræði.
Hér eru skinnbækur frá miðöldum en líka yngri pappírshandrit sem handritasafnarinn og prófessorinn Árni Magnússon (1663-1730) safnaði að sér með elju og ákafa frá unga aldri. Einnig er fjallað um bækur sem komust í safnið með öðrum hætti, m.a. merka orðabók Jóns Ólafssonar úr Grunnavík í níu bindum sem hann vann að alla ævi en aldrei varð prentuð auk safnhandrits með þjóðfræðiefni sem almenningur á Íslandi sendi Jóni Sigurðssyni forseta á miðri nítjándu öld.
- Blaðsíðufjöldi: 204
- Útgáfuár: 2014
- Fag: Bókmenntafræði
Oops!
Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.