Háborgin
Höfundur:
Upplýsingar
Háborgin - menning, fagurfræði og pólítík í upphafi tuttugustu aldar fjallar um samband fagurfræði, menningar og umbótastjórnmála á Íslandi frá lokum nítjándu aldar og fram til um 1930.
Bókinni er ætlað að svara spurningum um hvaða hugmyndir mennta- og stjórnmálamenn gerðu sér um félagslegt hlutverk íslenskrar menningar á mikilvægu mótunarskeiði hennar. Einnig eru skoðuð áhrif sjórnmálamanna á menningarmál og hvernig þau birtust í mótun listastefnu, skipulagi höfuðstaðarins eða sviðsetningu alþingishátíðarinnar.
Greint er hvernig menningarstjórnmálum var ætlað að lyfta þjóðinni á hærra stig menningar og siðmenntunar og sýna henni sjálfri og umheiminum fram á að í landinu byggi mennignarþjóð sem ætti sér tilverurétt í fullvaldaþjóðríki sem þjóð meðal þjóða.
- Blaðsíðufjöldi: 307
- Fag: Sagnfræði, Menningarfræði, Þjóðfræði
- Útgáfuár: 2013
Oops!
Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.