Handleiðsla – til eflingar í starfi

Ritstjóri: Sigrún Júlíusdóttir

Verknúmer: U201930

ISBN: 978-9935-23-241-0

5.900 kr.
lagerstaða: Til á lager

  • Útgáfuform

Upplýsingar

Í þessari bók fjalla sautján sérfræðingar úr ólíkum faghópum um handleiðslu innan velferðarþjónustu og vinnumarkaðar. Sagt er frá hugmynda- og þekkingar- grunni handleiðslufræða og hlutverki handleiðara. Handleiðari hefur menntun og færni til að hjálpa fagmanni til að laða fram það besta í sjálfum sér, njóta sín í starfi og sækja sér sérhæfingu í takti við þarfir og aðstæður í starfi. Þessi bók er sú fyrsta sinnar tegundar á íslensku. Auk tengingar við kenningagrunn, sögu og þróun handleiðslu eru kynntar fjölmargar hliðar handleiðsluferlisins, samskipta og stjórn- unar og greint frá forvarnargildi handleiðslu gegn stöðnun og starfsþroti í krefjandi störfum hjúkrunarfræðinga. Hún gagnast sem handbók og er kærkomið kennslu- og fræðsluefni fyrir hjúkrunarfræðinga í heilbrigðisþjónustu og víðar. Ólafur G. Skúlason hjúkrunarfræðingur, Msc, og fyrrverandi formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Það er fagnaðarefni að út komi fræðibók á íslensku fyrir háskólanema, fagfólk, yfirmenn og stjórnendur á vinnumarkaði. Hér er vönduð umfjöllun um mikilvægi þess að ólíkar starfs- greinar fái stuðning og rými til að öðlast fagþroska. Með fjölbreyttri nálgun í handleiðslu má takast á við streitu, efla vinnustaðamenningu og auka þrótt og vellíðan í starfi. Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu – rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins Þessi yfirgripsmikla og vandaða bók er fengur sem örugglega verður fagnað af þeim sem sinna handleiðslu. Útkoma hennar er löngu tímabært framtak og sannkölluð gjöf til þeirra sem vilja efla sig í starfi og styrkja aðra til að verða enn betri fagmenn. Guðfinna Eydal, klínískur sálfræðingur og handleiðari Í sjúkraþjálfun er gagnsemi handleiðslu í faglegum samskiptum við fjölbreyttan hóp skjól- stæðinga ótvíræð. Þegar tekist er á við líkamlegar hindranir og sálfélagslega áhrifaþætti reynir á mörk og næmi sjúkraþjálfara fyrir skjólstæðingi. Handleiðsla sem fagvernd á erindi til sjúkraþjálfara í námi, starfi og í stjórnun. Gunnar Önnu Svanbergsson, sjúkraþjálfari, MSc í heilbrigðisvísindum og sérfræðingur hjá Stígandi sjúkraþjálfun Fyrir hverja er bókin? Þessari bók er ætlað að mæta brýnni þörf fyrir kennsluefni um handleiðslufræði handa fagfólki og háskólanemendum á sviði uppeldisstarfa, félags-, heilbrigðis- og menntavísinda. Jafnframt getur sú þekking um faghandleiðslu sem hér er að finna gagnast yfirmönnum og stjórnendum á sviði velferðar- þjónustu og í stofnunum atvinnulífs, stjórnunar, þróunar og þjónustu.

  • Blaðsíðufjöldi: 258

Oops!

Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.

OK