Íslenskar bænir fram um 1600

Ritstjóri: Svavar Sigmundsson

Verknúmer: U201831

ISBN: 978-9979-654-43-8

5.900 kr.
lagerstaða: Til á lager

  • Útgáfuform

Upplýsingar

Íslenskar bænir fram um 1600 hefur að geyma elstu bænir á íslensku, bæði stakar bænir og heilar bænabækur sem varðveittar eru í handritum, sumar í Árnasafni en margar hverjar í erlendum handritasöfnum. Miðað er við árið 1600 vegna þess að upp frá því taka prentaðar bænabækur æ meir við hlutverki bænabóka í handritum. Ýmsar stakar bænir hafa verið gefnar út áður á prenti en bænabækurnar ekki, nema prentuð bænabók Guðbrands Þorlákssonar frá 1576 sem er með í útgáfunni. Bænatextunum fylgir ítarlegur inngangur, skýringar og skrár, bæði nafnaskrá og skrá yfir upphöf bæna. Einnig eru í bókinni myndir úr handskrifuðum bænabókum. Svavar Sigmundsson prófessor emeritus sá um útgáfuna, ritaði inngang og samdi skýringar. Svavar er einkum þekktur fyrir rannsóknir sínar á íslenskum örnefnum, en vinnan að bænabókinni hófst fyrir mörgum árum þegar hann starfaði við norrænu fornmálsorðabókina og síðar sem sendikennari við Árnastofnun í Kaupmannahöfn.

  • Blaðsíðufjöldi: 404
  • Útgáfuár: 2018

Oops!

Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.

OK