Jane Austen og ferð lesandans - Skáldkonan í þremur kvennagreinum samtímans

Verknúmer: U201808

ISBN: 978-9935-23-189-5

6.900 kr.
lagerstaða: Til á lager

Upplýsingar

Jane Austen hefur þá sérstöðu meðal höfunda að skoðanirnar á verkum hennar eru næstum því eins áhugaverðar og vekja nánast jafn stórar spurningar og verkin sjálf. Lionel Trilling Verk Jane Austen hafa aldrei verið vinsælli en á okkar dögum og sér ekki fyrir endann á skáldsögum og kvikmyndum sem sótt eru í þau. Í Jane Austen og ferð lesandans er kannað hvernig ímynd Austen lifir áfram innan þriggja bókmenntagreina sem löngum hafa verið tengdar konum og njóta gríðarlegrar hylli, þ.e. í ástarsögum, skvísusögum og sjálfshjálparritum. Glíman við Austen fer sjaldnast fram í einrúmi og hún er höfundur sem lesendur eiga í ákafari samræðum við en gengur og gerist. Lesendurnir búa sér jafnframt til sína eigin hugmynd um Austen og ganga stundum langt í að eigna sér hlutdeild í henni. Í bókinni er fjallað um þessar þrjár bókmenntagreinar og hvernig hver um sig tekur upp afmarkaða þætti úr verkum skáldkonunnar um leið og þær einfalda og skýra ímynd hennar. Jafnframt fjalla þær allar um málefni sem löngum hafa verið tengd kvennamenningu, eins og hjónabandið og samband kynjanna. Alda Björk Valdimarsdóttir er dósent í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Hún lauk doktorsgráðu við Háskóla Íslands árið 2014 þar sem hún lagði drög að þeirri rannsókn um Jane Austen sem birtist í þessari bók. Meðal annarra rannsóknarverkefna Öldu eru enskar 19. aldar bókmenntir, endurvinnsla menningararfsins í samtímanum, hliðarsögur, endurritanir og aðlaganir og íslenskar samtímabókmenntir. Alda Björk hefur gefið út bækurnar Rithöfund Íslands: Skáldskaparfræði Hallgríms Helgasonar (2008), Hef ég verið hér áður: Skáldskapur Steinunnar Sigurðardóttur (2011), ásamt Guðna Elíssyni, og þýðingasafnið Kvikmyndastjörnur (2006). Þá hefur hún einnig gefið út ljóðabókina Við sem erum blind og nafnlaus árið (2015).

  • Fag: Bókmenntafræði
  • Útgáfuár: 2018
  • Blaðsíðufjöldi: 468

Oops!

Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.

OK