Jarðvegur - Myndun, vist og nýting

Verknúmer: U201834

ISBN: 978-9935-23-160-4

6.900 kr.
lagerstaða: Til á lager

  • Útgáfuform

Upplýsingar

Jarðvegur er hvarvetna ein af undirstöðum búsetu en oft hefur jarðvegur landa eða landsvæða mikla sérstöðu og það á til dæmis við um Ísland. Bókin er í senn almennt fræðirit um íslenskan jarðveg þar sem leitast er við að vitna í nær allar heimildir þar sem fjallað hefur verið um íslenskan jarðveg á seinustu áratugum og um leið grundvallarrit til kennslu í jarðvegsfræði á háskólastigi. Í bókinni er í meginatriðum fjallað um eftirfarandi efni: Jarðvegsmyndun og tengsl við umhverfið Eðliseiginleika jarðvegs Næringarefni Ræktun og landnýtingu Álag á jarðveg Flokkun jarðvegs, bæði innlenda og alþjóðlega Mat á jarðvegi og landi Bókin er handhægt og aðgengilegt uppsláttarrit fyrir þá sem koma að ákvörðunartöku um skipulag og nýtingu lands og fyrir alla sem hafa áhuga á náttúru landsins. Þorsteinn Guðmundsson er doktor í jarðvegsfræði frá háskólanum í Aberdeen og var kennari og síðan prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Áður starfaði hann við háskólann í Freiburg og tækniháskólann í Berlín í Þýskalandi.

  • Fag: Jarðvísindi
  • Blaðsíðufjöldi: 230
  • Útgáfuár: 2018

Oops!

Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.

OK