Landnám Íslands

Höfundur: Gunnar Karlsson

Verknúmer: U201608

ISBN: 978-9935-23-113-0

6.900 kr.
lagerstaða: Til á lager

  • Útgáfuform

Upplýsingar

Landnám Íslands er annað bindið í ritröð Gunnars Karlssonar, Handbók í íslenskri miðaldasögu. Fyrsta bindið, Inngangur að miðöldum, kom út árið 2007, hið þriðja, Lífsbjörg Íslendinga frá 10. öld til 16. aldar, árið 2009. Hér er fjallað um efnið frá sem flestum sjónarmiðum. Í upphafi er sýnt fram á að helstu ritheimildir um landnámið, Íslendingabók og Landnámabók, séu óhjákvæmilega nokkuð ótraustar, og því verði að reisa fræðilega sögu þess á fornleifum eins og kostur er á. Þó að vitnisburði fornleifa beri ekki nákvæmlega saman við ritheimildir, segja þær í meginatriðum sömu sögu um tímasetningu landnámsins. Í öðrum hluta er fjallað um ritheimildir. Í þriðja hluta er fengist við meginatriði landnámssögunnar og leiddar líkur að niðurstöðum um uppruna landnemanna, leiðir þeirra til að nema land og bjargræði nýbúanna fyrstu árin. Þá er forsaga landnámsins könnuð í fjórða hluta, og loks er landnámssagan sett í samhengi við leið mannsins til Færeyja, Grænlands og meginlands Norður-Ameríku, við víkingaferðir norrænna manna og sameiningu Noregs og loks við minningu landnámsins í bóklegum arfi þjóðarinnar og daglegri samræðu hennar allt til síðustu ára.

  • Blaðsíðufjöldi: 408
  • Útgáfuár: 2016
  • Fag: Sagnfræði

Oops!

Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.

OK