Langt að komnar – Sögur kvenna frá Mið-Ameríku

Ritstjóri: Hólmfríður Garðarsdóttir

Þýðendur: Halldóra S. Gunnlaugsdóttir, Hólmfríður Garðarsdóttir, Sigríður Elísa Eggertsdóttir

Verknúmer: U202104

ISBN: 978-9935-23-253-3

4.950 kr.
lagerstaða: Til á lager

  • Útgáfuform

Upplýsingar

Í bókinni Langt að komnar er að finna safn þýðinga á örsögum, smásögum og reynslusögum kvenna frá Mið-Ameríkuríkjunum Gvatemala, Hondúras, El Salvador, Níkaragva, Kostaríku og Panama. Sögurnar veita innsýn í líf og aðstæður kvenna við árþúsundamót og þótt þær séu fjölbreyttar að efni og stíl hverfast þær flestar um samskipti kynjanna, stéttskiptingu og valdatengsl. Sögupersónur verkanna eru í senn kunnuglegar og framandi í viðleitni sinni til að takast á við hversdagsleg álitamál. Þær ígrunda aðstæður sínar og varpa ljósi á samfélögin sem meitla þær. Með skrifum sínum opna höfundarnir aðgang að sérstökum reynsluheimi sem ekki hefur áður komið fyrir augu íslenskra lesenda. Safnritið sem hér fylgir má því skilja sem tilraun til brúarsmíði milli fjarlægra menningarheima og kynningu á athyglisverðu bókmenntaframlagi kvenna frá löndum Mið-Ameríku. Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor í spænsku við Háskóla Íslands, ritstýrir verkinu og skrifar inngang. Halldóra S. Gunnlaugsdóttir ritar kynningarkafla um höfunda og þær Halldóra og Hólmfríður, ásamt Sigríði Elísu Eggertsdóttur, eiga veg og vanda að þýðingunum.

  • Fag: Spænska, þýðingar
  • Útgáfuár: 2021
  • Blaðsíðufjöldi: 260

Oops!

Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.

OK