Lifandi vitund

Höfundur: Pétur Pétursson

Verknúmer: U201916

ISBN: 978-9979-9621-3-7

5.900 kr.
lagerstaða: Til á lager

  • Útgáfuform

Upplýsingar

Hér mætast þrjár kynslóðir kennimanna í sömu fjölskyldu og miðla af kristnum boðskap sínum, trú og lífsskoðunum. Á einstæðan hátt vitnar þessi bók um sviptingar tímans og ólíkan tíðaranda því að rúm öld er nú liðin síðan Sigurgeir Sigurðsson, prestur á Ísafirði og síðar biskup Íslands, hóf að predika, og enn starfar sonarsonur hans, Pétur Pétursson, að málefnum trúar og kirkju við Háskóla Íslands. Pétur Sigurgeirsson, prestur á Akureyri og síðar biskup Íslands, er í miðju þessarar bókar og minningu hans er hún helguð. Til að minnast aldarafmælis hans, 2. júní 2019, birtist hér úrval predikana, pistla og blaðagreina frá hans hendi sem varpa skýru ljósi á afstöðu hans til samfélags og trúar. Um leið má í bókinni lesa og álykta eitt og annað um samtal þeirra þriggja kynslóða sem hér hafa orðið, enda margt líkt með skyldum. Þessi bók vitnar ekki aðeins um kristna boðun, hún er ekki síður til marks um sögu Íslands, menningu og siði þjóðarinnar, séð af sjónarhóli guðfræði, trúarlífs og samvisku á hverri tíð.

  • Blaðsíðufjöldi: 250
  • Útgáfuár: 2019

Oops!

Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.

OK