Lýðræðistilraunir

Ritstjóri: Jón Ólafsson

Verknúmer: U201432

ISBN: 978-9935-23-039-3

3.900 kr.
lagerstaða: Til á lager

  • Útgáfuform

Upplýsingar

Í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008 urðu komu fram kröfur um nýjar leiðir í pólitík og aukna hlutdeild almennings í stefnumótun. Grasrótarstarf lifnaði við og í margra augum var lýðræðisleg endurreisn nauðsynlegur hluti af því að Íslendingar gætu unnið sig út úr hruninu. Haldnir voru þjóðfundir, kosið var stjórnlagaþing og Reykjavíkurborg gerði tilraunir með þátttökufjárlög svo eitthvað sé nefnt. Tilraunir með beint lýðræði á Íslandi vöktu athygli víða um heim, einkum vinna stjórnlagaráðs. Í þessari bók fjalla íslenskir og erlendir fræðimenn á gagnrýninn hátt um afraksturinn og þá reynslu sem hlaust af þessum nýjungum. Allir kaflahöfundar leggja áherslu á þá lærdóma sem draga megi af reynslu Íslendinga og merkingu hennar fyrir lýðræðisumræður í samtímanum. James Fishkin, prófessor við Stanford University, ræðir um stjórnlagaráð og þjóðfundina 2009 og 2010. Hélène Landemore, lektor við Yale University, fjallar um kosti og galla almenningssamráðsins við ritun stjórnarskrárfrumvarpsins. Tom Ginsburg, prófessor í alþjóðalögum við Chicago University, og Zachary Elkins, dósent við University of Texas, bera frumvarpið saman við stjórnarskrár annarra landa. Paolo Spada, fræðimaður við University of British Columbia, og Giovanni Allagretti, fræðimaður við Coimbra University, beina sjónum að þátttökufjárlögum og tilraunum Reykjavíkurborgar á því sviði. Kristinn Már Ársælsson doktorsnemi við University of Wisconsin leggur mat á reynsluna af helstu lýðræðisnýjungum. Í inngangi bókarinnar gefur Jón Ólafsson stutt yfirlit yfir helstu lýðræðisnýjungar á Íslandi á árunum 2009–2013. Lýðræðistilraunir er upplýsandi bók fyrir áhugafólk um íslensk stjórnmál, bæði fyrir virka þátttakendur í stjórnmálum og hina sem veita kjörnum fulltrúum aðhald með umræðum, gagnrýni og atkvæði sínu. Rannsóknasetrið EDDA hefur, í samvinnu við Háskólaútgáfuna og með stuðningi Háskólans á Bifröst, gefur bókina út.

  • Blaðsíðufjöldi: 132
  • Útgáfuár: 2014
  • Fag: Stjórnmálafræði

Oops!

Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.

OK