Með nesti og nýja skó – Greinar um tengsl leikskóla, grunnskóla og frístunda
Ritstjórar:
Upplýsingar
Þau þáttaskil sem börn ganga í gegnum þegar þau fara úr leikskóla í grunnskóla og frístundaheimili eru talin einn af lykilviðburðum í lífi barna og líkleg til að hafa áhrif á námsárangur, félagsfærni og vellíðan þeirra til framtíðar.
Rannsóknum á þessum tímamótum hefur vaxið fiskur um hrygg á alþjóðavísu á undanförnum áratugum. Þar hefur komið fram að samfella í námi barna og samstarf skólastiga getur skipt sköpum auk þess sem stuðningur fjölskyldu og félaga eru mikilvægir áhrifaþættir.
Þessi bók inniheldur 13 fræðigreinar þar sem fjallað er um niðurstöður rannsókna sem tengjast menntun ungra barna og þáttaskilunum þegar skilið er við leikskóla og grunnskólastig hefst frá ýmsum sjónarhornum. Greint er frá sögulegri þróun leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila á Íslandi. Þá eru rannsóknum á sjónarmiðum barna, foreldra, kennara og starfsfólks frístundaheimila gerð skil. Sjónum er beint að starfsháttum og þverfaglegu samstarfi á mótun skólastiga og áhersluþáttum í menntun ungra barna eins og hugmyndum um fullgildi, lýðræði, inngildandi námsrými og skapandi stærðfræði. Þá er fjallað um leiklist og leikræna tjáningu leikskólabarna og rými barna til leiks og áhrifa í ólíku námsumhverfi.
Bókin veitir innsýn í þau umskipti sem verða í lífi barna á mótum skólastiga og er ætlað að stuðla að ígrundun fagfólks, foreldra, nemenda og annarra sem láta sig menntun ungra barna á mikilvægum timamótum varða.
- Blaðsíðufjöldi: 322
- Fag: Menntavísindi
- Útgáfuár: 2025
Oops!
Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.