Pælingar I

Höfundur: Páll Skúlason

Verknúmer: U199223C

ISBN: 9979-54-157-1

2.800 kr.
lagerstaða: Til á lager

  • Útgáfuform

Upplýsingar

Páll Skúlason er rektor Háskóla Íslands og jafnframt prófessor í heimspeki við skólann. Í Pælingum hefur hann valið saman erindi og greinar þar sem hann leitast við að skýra vestræna heimspekihugsun og beita henni á margvísleg viðfangsefni. „Ég botnaði stundum ekkert í þessari hugsun, hún virtist óútreiknanleg og geta brugðið sér í alls konar líki, þeyst fram og aftur um veröldina á andartaki, sett mannlífið á svið í nýjum heimi, leikið sér að því að skyggnast inn í leyndustu hugarfylgsni manna, þingað við almættið um skipan veraldar og örlög mannkyns, verið þess á milli hljóð og prúð að eiga við hárfínar rökfærslur.“ „Ég fæ ekki skilið að nokkur þjóð geti unnið úr eigin menningararfi og orðið fullgildur þátttakandi í þeirri veraldarmenningu sem nú er að mótast nema hún tileinki sér vestræna heimspeki af grískum og kristnum stofni. Við Íslendingar hljótum að leggja stund á heimspeki, ef við ætlum að lifa af sem sjálfstæð þjóð og hafa einhverja stjórn á ákvörðunum okkar og athöfnum.“

  • Blaðsíðufjöldi: 399
  • Útgáfuár: 1987
  • Fag: Heimspeki

Oops!

Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.

OK