Rúnir á Íslandi

Höfundur: Þórgunnur Snædal

Verknúmer: U202231

ISBN: 978-9979-654-69-8

6.900 kr.
lagerstaða: Uppselt

  • Útgáfuform

Upplýsingar

Hver er letrið les,
bið fyrir blíðri sál,
syngi signað vers.

Með þessum orðum lýkur rúnaáletrun á legsteini Sigríðar Hrafnsdóttur á Grenjaðarstað um miðja 15. öld. Með fornleifauppgötvunum síðustu ára hefur komið æ betur í ljós að rúnir voru notaðar á Íslandi frá upphafi byggðar til þess að rista nöfn og setningar í gripi af ýmsu tagi. Þótt Íslendingar lærðu að rita bækur með latínuletri hélt rúnaletrið lengi vel þeim sessi að vera það letur sem notað var í áletranir.

Dr. Þórgunnur Snædal starfaði í 37 ár sem rúnafræðingur við Riksantikvarieämbetet
í Stokkhólmi. Í þessu aðgengilega yfirlitsriti birtir hún afrakstur rannsókna sinna á íslenskri rúnasögu frá landnámi til nútímans.

Ritstjóri bókarinnar er Haukur Þorgeirsson.

Bókin er gefin út í ritröðinni Rit Árnastofnunar (Rit 113).

  • Útgáfuár: 2023
  • Blaðsíðufjöldi: 320
  • Fag: Miðaldafræði

Oops!

Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.

OK