Safn til íslenskrar bókmenntasögu

Verknúmer: U201830

ISBN: 978-9935-23-199-4

4.500 kr.
lagerstaða: Til á lager

  • Útgáfuform

Upplýsingar

Safn til íslenskrar bókmenntasögu er eftir Jón Ólafsson úr Grunnavík (1705−1779), fræðimann í Kaupmannahöfn. Jón ólst upp frá sjö ára aldri í Víðidalstungu í Húnaþingi hjá hjónunum Páli Vídalín lögmanni og Þorbjörgu Magnúsdóttur úr Vigur. Liðlega tvítugur að aldri fór hann til Kaupmannahafnar til að gerast skrifari Árna Magnússonar prófessors og handritasafnara. Meðfram starfi sínu hjá Árna stundaði Jón nám í guðfræði og lauk prófi vorið 1731. Hann starfaði þó alla tíð sem skrifari og fræðimaður, lengstum sem styrkþegi Árnanefndar, en dvaldi í nokkur ár á Íslandi um miðbik 18. aldar. Bókmenntasagan er eitt af ótalmörgum ritverkum Jóns sem varðveist hafa í handritum, en aðeins fáein hafa verið gefin út á prenti, flest þeirra á vegum félagsins Góðvinir Grunnavíkur-Jóns síðastliðna tvo áratugi eða svo. Handritið er 205 blöð, nýlega tölusett með blýanti. Mörg laus blöð, seðlar og smápésar með viðbótum Jóns eru inni á milli og tölusett í samfellu við upprunalega handritið. Þá eru ókjör af utanmálsgreinum í handritinu sem höfundur hefur bætt við síðar. Með handritinu liggja auk þess ýmis fylgiskjöl, m.a. eiginhandarrit Steins Jónssonar biskups að sjálfsævisögu sinni og stutt uppkast Jóns Ólafssonar að bókmenntasögunni sem Jón Helgason gerir ráð fyrir að sé uppkast að dönsku ritsmíðinni sem Jón sendi Albert Thura.

  • Blaðsíðufjöldi: 278
  • Útgáfuár: 2018
  • Fag: Bókmenntafræði, sagnfræði

Oops!

Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.

OK