Sögur Belkíns

Höfundur: Aleksander Púshkín

Ritstjóri: Kristín Guðrún Jónsdóttir

Þýðandi: Rebekka Þráinsdóttir

Verknúmer: U202029

ISBN: 978-9935-23-261-8

4.900 kr.
lagerstaða: Til á lager

  • Útgáfuform

Upplýsingar

Auðvelt er að gera sér í hugarlund áhrifin sem Aleksej hlaut að hafa á aðalsmeyjarnar okkar. Hann var fyrsti þungbúni og vonsvikni maðurinn sem þær hittu og sá fyrsti sem sagði þeim af horfinni gleði og fölnaðri æsku. Auk þessa bar hann svartan hring með ágrafinni hauskúpumynd. Allt var þetta fádæma nýstárlegt í umdæminu. Stúlkurnar ætluðu að ganga af göflunum. Smásagnasafnið Sögur Belkíns, sem kom út árið 1831, er fyrsta prósaverkið sem rússneska þjóðskáldið Aleksander Púshkín sendi frá sér og er fyrir löngu komið í hóp sígildra verka. Höfundur snýr út úr þekktum bókmenntaþemum og skemmtir sjálfum sér og lesendum sínum með fjörugum frásögnum af einvígum, drauga­ samkomum, misskilningi í ástum og óvæntum endalokum. Rebekka Þráinsdóttir þýddi | Kristín Guðrún Jónsdóttir ritstýrði

  • Fag: Þýðingar, Rússneska
  • Útgáfuár: 2021
  • Blaðsíðufjöldi: 148

Oops!

Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.

OK