Stefnur og straumar í siðfræði

Höfundur: James Rachels

Þýðandi: Jón Á. Kalmansson

Verknúmer: U199729

ISBN: 9979-54-216-0

3.900 kr.
lagerstaða: Til á lager

  • Útgáfuform

Upplýsingar

Bókin er aðgengilegt inngangsrit í siðfræði. Höfundur gerir grein fyrir meginhugmyndum og kenningum í siðfræði í skýru og einföldu máli og notar fjölda dæma, frásagna og röksemda til að auðvelda lesandanum að skilja viðfangsefnið. Meðal þeirra spurninga sem Rahels tekst á við eru: Er siðferði afstætt miðað við mismunandi menningarsamfélög? Hafa siðferðilegir dómar okkar einhvern sannleika að geyma eða eru þeir aðeins tjáning tilfinninga okkar? Hver eru tengsl trúarbragða og siðferðis? Er fólk í eðli sínu eigingjarnt og ætti það kannski að vera það? Er hamingjan eini endanlegi mælikvarðinn á siðferði? Er líknardráp réttlætanlegt? Eru til ófrávíkjanlegar siðareglur? Hvað þýðir það að sýna öðru fólki virðingu? Hvernig má réttlæta refsingar? Er siðferði reist á samkomulagi? Hvað er dygð? Má einhvern tíma brjóta lögin? Höfundur, James Rachels, er prófessor í heimspeki við Alabama-háskóla í Birmingham í Bandaríkjunum. Hann er höfundur bókanna The End of Life: Euthanasia and Morality og Created from Animals: The Moral Implications of Darwinism. Jón Á. Kalmansson þýddi bókina.

  • Blaðsíðufjöldi: 277
  • Útgáfuár: 1997
  • Fag: Siðfræði, heimspeki

Oops!

Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.

OK