Þættir af sérkennilegu fólki
Höfundar:
Ritstjórar:
This product is not available in the selected currency.
Til á lager
Forpöntun
Uppselt
Upplýsingar
Bókin fjallar um fólk sem var á einhvern hátt hornreka í samfélagi fyrri tíðar og hvernig það bæði náði að þreyja þorrann og góuna og um leið að hafa áhrif á samtíð sína með margvíslegum hætti. Höfundar bókarinnar leita fanga í jafn fjölbreyttum heimildum og þjóðlegum fróðleik, í blöðum og tímaritum frá 19. og 20. öld og í Alþingisbókum Íslands. Þannig er safnað saman öllum þeim textum sem tengjast mannlýsingum, einstaklingum með líkamlegar eða andlegar skerðingar í sem víðustum skilningi eða úrskurðum og meðferð yfirvalda á ómögum og fátæklingum. Farið er með sama hætti yfir Fornbréfasafnið, Annála 1400–1800 og dánarbúsuppskriftir og er allt þetta efni greint með fjölbreyttum hætti. Ætlunin er að gera tilraun til að skilja það sem við nefnum „menningu fátæktar“, þ.e. hvernig Íslendingar gerðu ráð fyrir að fátækt þrifist hér á landi í einni eða annarri mynd.
- Blaðsíðufjöldi: 346
- Útgáfuár: 2021
- Fag: Sagnfræði
Oops!
Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.