Þorsteins saga Víkingssonar

Höfundur: Þórdís Edda Jóhannesdóttir

Verknúmer: U202537

ISBN: 9789979654834

5.900 kr.
lagerstaða: Til á lager

  • Útgáfuform

Upplýsingar

Þorsteins saga Víkingssonar telst til fornaldarsagna Norðurlanda og var að öllum líkindum samin á fjórtándu öld. Í sögunni er greint frá ævintýrum aðalherjanna sem ferðast víða, afla sér fjár og frægðar og sigrast á margvíslegum hindrunum sem á vegi þeirra verða. Sagan er varðveitt í fjórum skinnhandritum, þremur frá fimmtándu öld og einu frá sextándu öld. Tvö þessara handrita eru aðeins lítil brot. Í þessari útgáfu er texti sögunnar prentaður eftir handritinu AM 556 b 4to sem er frá fimmtándu öld. Valin lesbrigði úr öðrum handritum eru prentuð neðanmáls. Í inngangi er gerð grein fyrir varðveislu sögunnar, aldri og bókmenntalegu samhengi. Texti sögunnar eftir AM 556 b 4to hefur ekki birst áður á prenti.

Þórdís Edda Jóhannesdóttir bjó til prentunar og ritaði inngang. 

  • Útgáfuár: 2025

Oops!

Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.

OK