Tilbrigði III - Sérathuganir

Ritstjórar: Ásgrímur Angantýsson, Einar Freyr Sigurðsson, Höskuldur Þráinsson

Verknúmer: U201809

ISBN: 978-9935-23-182-6

4.850 kr.
lagerstaða: Til á lager

  • Útgáfuform

Upplýsingar

Þriðja bindi verksins Tilbrigði í íslenskri setningagerð er komið út. Í þessu bindi er fjallað nánar um mörg þeirra tilbrigða sem sagt var frá í fyrri bindum og reynt að skýra eðli þeirra. Þar má nefna orðaröð í aukasetningum, vaxandi notkun vera að með sögnum af ýmsu tagi (sbr. Ég er ekki að skilja þetta), eignarsambönd með forsetningunni hjá (Hundurinn hjá henni dó í gær), frumlagsfall í vesturíslensku (Hann þótti gott í staupinu), verkaskiptingu framsöguháttar og viðtengingarháttar (Hann spyr hvort hann á að kaupa ...), breytileika í setningagerð fornmáls, þolanlega og óþolandi þolmynd o.s.frv. Í bókinni eru alls 12 greinar, en einnig sýnishorn af þeim spurningalistum sem voru notaðir í Tilbrigðaverkefninu, ritaskrá og atriðisorðaskrá fyrir öll þrjú bindin. Bókin er 360 síður og ritstjórar eru Höskuldur Þráinsson, Ásgrímur Angantýsson og Einar Freyr Sigurðsson.

  • Blaðsíðufjöldi: 360
  • Útgáfuár: 2018
  • Fag: Íslenska

Oops!

Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.

OK