Umbrotatímar – hagfræðiskrif 2009–2023
Höfundur:
Upplýsingar
Þessi bók hefur að geyma greinar um efnahagsmál sem höfundur skrifaði á árunum 2009 til 2023. Þessu tímabili má lýsa sem umbrotatímum í íslenskri hagsögu, frá rústabjörgunum eftir hrun til uppgangs í efnahagslífinu sem hefur haldist þrátt fyrir heimsfaraldur og verðbólgu um víða veröld.
Bókin veitir innsýn í sögu efnahagsmála á þessu tímabili og viðhorf og álitaefni við stjórn peningamála en Gylfi sat þá í peningastefnunefnd Seðlabankans. Hann kynnir peningastefnuna á þessum árum en ræðir síðan um eftirmál efnahagshrunsins árið 2008 og þá lærdóma sem af því megi draga, um viðsnúning efnahagslífsins og vöxt ferðaþjónustu, viðbrögðin við farsóttinni árið 2020 og verðbólguna og stríðsátökin sem fylgdu í kjölfarið.Að lokum segir Gylfi frá persónulegri reynslu sinni í aðdraganda fjármálakreppunnar 2008.
Gylfi Zoega er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og hefur samið og ritstýrt fjölda rita á sviði hagfræði. Nýlega sendi hann frá sér bækurnar Hagfræði daglegs lífs – í stuttu máli, The Great Economic Slowdown sem gefin var út af Palgrave Macmillan og bókina Fault Lines After COVID-19 sem hann ritstýrði ásamt öðrum.
- Fag: Hagfræði
- Blaðsíðufjöldi: 358
- Útgáfuár: 2023
Oops!
Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.