Út um víðan völl
Höfundur:
Upplýsingar
BÓKIN KEMUR ÚT 16. NÓVEMBER
Í þessari bók er víða komið við á löngum og viðburðaríkum æviferli. Sagt er frá lífi, ævintýrum og ferðum mínum og konu minnar, Sigríðar Maríu. Við kvæntumst ung, og sem oftast tók hún virkan þátt í heimshornaflakki mínu. Hún hefur alla tíð verið mér stoð og stytta og svo sannarlega auðgað líf mitt. Þetta er því ekki síður ævisaga hennar.
Innan við þrítugt áttum við orðið þrjú mannvænleg börn, höfðum dvalizt langdvölum í Tókjó og heimsótt mörg þjóðlönd í Austurlöndum fjær. Við áttum heima í Danmörku í hartnær 14 ár. Ekki munaði miklu, að fjölskyldan ílentist þar og börnin yrðu Danir fremur en Íslendingar.
Ég segi einnig frá starfi mínu við Háskóla Íslands, aðkomu minni að Kröfluvirkjun, sem setti þjóðfélagið nærri á hvolf út af illvígum deilum, og þingmennsku minni fyrir Borgaraflokkininn. Saga hans hefur aldrei verið rakin skilmerkilega á grundvelli skriflegra gagna. Hef ég reynt að bæta úr því. Þá er greint frá stofnun umhverfisráðuneytisins, sem hefur orðið eitt af lykilráðuneytum stjórnarráðsins. Hatrömm andstaða á Alþingi gegn stofnun þess mun lengi í minnum höfð.
- Blaðsíðufjöldi: 730
- Útgáfuár: 2022
- Fag: Verkfræði, ævisaga
Oops!
Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.