Verkefnastjórnun og verkfærið MS Project

Höfundur: Eðvald Möller

Verknúmer: U201929

ISBN: 978-9935-23-236-6

6.700 kr.
lagerstaða: Til á lager

  • Útgáfuform

Upplýsingar

Í bókinni Lísa í Undralandi eftir Lewis Carroll fer eftirfarandi samtal fram milli Lísu og kattarins: Lísa: Getur þú vísað mér veginn? Kötturinn: Hvert ertu að fara? Lísa: Ég veit það ekki. Kötturinn: Þá skiptir ekki máli hvaða leið þú velur, allar leiðir liggja þangað. Kannanir sýna að 97% fólks eru á sömu leið og Lísa og hafa ekki sett sér skýr markmið. Það er eitt af því sem verkefnastjórar verða að temja sér til að ná árangri. Menn fæðast ekki góðir verkefnastjórar heldur tekur það tíma að afla sér þekkingar og reynslu á sviði verkefnastjórnunar. Verkefnastjórnun snýst um tíma- og kostnaðarstýringu, breytingastjórnun, fjármálastjórnun og mannauðsstjórnun. Verkefnastjóri þarf að vera gæddur ákveðnum kostum, ekki síst sterkum leiðtogahæfileikum, og geta náð fram því besta í fólki. Hægt er að afla sér þekkingar á verkefnastjórnun m.a. með því að lesa sér til um hana, bæði í tímaritum og fræðibókum, eða sækja ráðstefnur og námskeið helguð henni. Reynslan fæst á hinn bóginn með því að vinna að sem flestum verkefnum og er þá ekki síður mikilvægt að læra af öðrum. Þessi bók hjálpar þér að verða betri verkefnastjóri og ná markmiðum þín- um. Með því að lesa hana og leysa þau verkefni sem þar er að finna eykst skilningur þinn á faginu og færni í að nýta þér verkfæri verkefnastjórnunar.

  • Blaðsíðufjöldi: 298

Oops!

Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.

OK