Víðerni - Verndun hins villta í náttúru Íslands
Höfundur:
Upplýsingar
Víðerni marka náttúru Íslands mikla sérstöðu á heimsvísu. Villt náttúra fyrirfinnst enn í miklum mæli hérlendis og sú náttúra er jafnframt oft óvenjuleg og víða fágæt. Víðerni eru heimkynni og griðastaður hins villta í náttúrunni; svæði þar sem náttúrulegir ferlar, sjálfsprottnir og sískapandi, ráða ríkjum, óhamdir af mannlegum inngripum. Þeir ferlar eru uppspretta mikilvægustu gæða víðernanna – náttúruverðmætanna – en áframhaldandi tilvist víðerna skiptir einnig höfuðmáli fyrir manneskjuna, ekki síst vegna fegurðarinnar sem þar verður notið.
Í bókinni eru íslensk víðerni könnuð frá ólíkum sjónarhornum og leitað svara við helstu spurningum um þau: hvað víðerni eru í raun og veru, hvar þau fyrirfinnist á landinu, hvaða gildum þau búi yfir, hvernig hafi verið staðið að verndun þeirra og hvers vegna okkur beri að vernda víðerni.
Samband manns og náttúru hefur verið kjarninn í rannsóknum Þorvarðar Árnasonar undanfarna þrjá áratugi. Þorvarður nálgast viðfangsefnið með þverfaglegum hætti og byggir þar á menntun og reynslu sinni sem umhverfishugvísindamaður, kvikmyndagerðarmaður, ljósmyndari og líffræðingur. Verkefni hans hafa verið bæði af fræðilegum og hagnýtum toga, þau síðartöldu yfirleitt tengd stjórnsýslu náttúruverndarmála. Þorvarður er náttúruunnandi og útivistarmaður og unir sér hvergi betur en í víðernum og jöklalandslagi Hornafjarðar. Hann hefur verið forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði frá árinu 2006.
- Blaðsíðufjöldi: 283
- Útgáfuár: 2024
- Fag: Umhverfishugvísindi
Oops!
Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.